Svona virkar þetta:
leidbeiningar
Þetta er prófíllinn. Hann geymir upplýsingar sem verkveitandi þarf á að halda til að geta valið þig í verkefni.

Hér seturðu einnig inn prófílmyndina þína. Eins og er er aðeins boðið upp á eina prófílmynd sem má endurnýjað eins oft og þú vilt. Aukamyndum er hægt að hlaða upp sem aukaskjölum (hægra megin)

Hér geturðu einnig stjórnað því hvort prófíllin er virkur eða óvirkur. Óvirkur prófíll kemur ekki fram í leit.

leidbeiningar

Úr "Prófíl" síðunni er hægt að senda hlekk á netfang "casting directors" eða hvers sem þú vilt að geti skoðað prófílinn þinn.
leidbeiningar
Móttakandi prófíl-hlekks fær sendan netpóst, eins og þennan, sem gerir honum kleyft að sjá prófílinn þinn.
Hægt er að hlaða upp pdf skjölum (t.d. ferilskrá) og auka myndir. Ath myndir birtast í þeirri stærð sem þeim er hlaðið upp í.
leidbeiningar
leidbeiningar
Hér skráirðu helstu upplýsingar um þig. Þ.e. útlit, einkenni og hæfileika. Það er ekki verra að setja smá texta með einnig. Þegar þú vistar skráninguna færðu skilaboð sem segja þér hvort prófíllinn uppfylli leitarskilyrðin.
Athugaðu að setja inn töluð tungumál. Ekki gleyma móðurmálinu.
Hæfileikar: Þetta val gefur kost á að velja úr lista. Einnig er hægt að slá inn nýtt orð, sem ekki er í listanum, sé ýtt á Enter bætist orðið við sem nýtt val. Vertu óspar á að bæta við nýjum hæfileikum ef þér finnst vanta í listann.
Ath. að nota "Vista" hnappinn eftir hverja breytingu.

leidbeiningar

leidbeiningar
Hér er hægt að setja inn skóla og námskeið sem þú hefur sótt er bera vitni um faglega kunnáttu í því sem þú býður krafta þína í.
leidbeiningar
Hér er staður til að halda utan um verkefnaferilinn. Með tímanum er stefnt að því að gera þetta að öflugu tæki til ferilskráningar.

Einnig er hægt að hlaða upp ferilskrá sem pdf skjali á "Prófill" síðunni sem getur verið hentugt ef um yfirgrips-mikla ferilskrá er að ræða.
leidbeiningar
Þessi síða er sérstaklega ætluð þeim sem leita eftir fólki eða talentum í hin ýmsu verkefni.

Hér er hægt að leita skv. leitarskilyrðum. Meðal annars einkennum, eiginleikum, hæfni og reynslu. Auk þess er hægt að fá sérstakan leitaraðgang sem gerir notanda kleyft að sjá fullar prófílupplýsingar hvers meðlims. þar sem persónuupplýsingar eru verndaðar í almennu leitinni.

Leitin býður upp á spjalda- eða lista-útlit.
Leit er aðeins aðgengileg skráðum notendum þar sem fram kemur mynd, nafn, aldur og starfsheiti. Aðrar upplýsingar eru verndaður öðrum en þeim sem hafa sérstakan aðgang sem "talent agents" eða sambærilegt. Fyrir slíkan aðgang þarf að hafa samband við vefstjóra.

Allir geta sent skilaboð. Talent agent getur skoðað prófíl-upplýsingar úr leitarniðurstöðum.
leidbeiningar
Hægt er að "stjörnumerkja" notendur til að auðvelda yfirsýn yfir fólk sem þú velur eða vilt skoða sérstaklega með því að ýta á stjörnuhnappinn:
leidbeiningar
leidbeiningar
Á leitarsíðunni er hægt að sjá prófíl hvers meðlims. Til að sjá símanúmer og netfang þarf að vera innskráður en hægt er að senda skilaboð í gegnum leitarsíðuna án skráningar.
leidbeiningar
Hægt er að senda hverjum meðlimi einkaskilaboð í gegnum leitarsíðuna og prófílsíðuna.
Fyrir bestu virkni er mælt með notkun Chrome vafrans.

Ef vandamál koma upp við notkun, t.d. vegna annarra vafra (eða annað) væri kærkomið að fá send skilaboð um slíkt til vefstjóra.
Smáa letrið:

Áskilinn er réttur til að ritskoða það efni sem sett er inn á vefinn. Ætlast er til að notendur sýni fagmennsku og virðingu í samskiptum og haldi trúnað með upplýsingar. Komi upp vafi um annað áskilur vefstjóri sér rétt til að loka aðgangi án frekari skýringa.